Víðimörk
Víðimörk er víðfeðmt landsvæði hvar menn¸ álfar¸ dvergar og aðrir kynžættir búa. Löngum var žetta friðsælt svæði en nú eru blikur á lofti. Drýslar og orkar ógna friðinum úr suðri¸ drekar sjást á flugi og svartkuflungar boða nýja trú sem mun líklega raska jafnvæginu og spilla frið íbúa. Žetta er landsvæði žar sem žörfin fyrir hetjur hefur aldrei verið meira en nú. Víðimörk er líka svæði með langa sögu og marga fornminjar sem geymt gætu dýrgripi frá fyrri tíð. Žað er žví af nógu að taka fyrir hvern žann ævintýramann sem vill geta sér gott nafn og öðlast sess í söngvum farandskálda og annálum fræðimanna. Víðimörk er hugsað sem sögusvið fyrir heimsins vinsælasta spunaspil. Til að geta spilað og notið sögusviðsins sem best er nauðsynlegt að eiga allar grunnreglubækur. Žannig geta leikmenn notað reglur og upplýsingar sem finna má í reglubókunum og heimfært žær fyrir Víðimörk. Einnig fylgir ævintýri eða saga sem hægt er að spila og gerist í Víðimörk. Sagan er hugsuð fyrir hetjur á lægstu reynslustigum og hentar jafnt byrjendum sem reyndum.